Beint ofan í frá miðju

Borgarskotið verður sífellt vinsælla á leikjum í úrslitakeppninni og þá er ,,hringlið” ekki síður skemmtilegt. Þar fær einn áhorfandi 30 sekúndur til þess að snúa sér í 10 hringi og reyna svo að skora. Það hefur engum tekist til þessa en Falur Harðarson fyrrum leikmaður og þjálfari Keflvíkinga fékk að spreyta sig í oddaleiknum. Þrátt fyrir körfuboltahæfileika kappans var ,,hringlið” honum um megn.
Borgarskotið og hringlið verður á sínum stað í öllum leikjum Keflavíkur og Snæfells í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.
VF-Myndir/ [email protected]
