Beltapróf í akademíunni síðustu helgi
Um síðustu helgi voru haldin beltapróf hjá Taekwondo deild Keflavík í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Prófdómari var meistari Sigursteinn Snorrason (4-dan).
Alls þreyttu 46 krakkar og 9 fullorðnir próf að þessu sinni og stóðu sig allir með prýði og náðu 53 einstaklingar nýrri prófgráðu og þar með nýju belti.
Að þessu sinni voru 30 iðkendur (23 börn og 7 fullorðnir) að taka sína fyrstu prófgráðu sem er 10 geup, hvítt belti með gulri rönd. Níu (8 krakkar og 1 fullorðin) tók gult belti (9geup). Sjö krakkar tóku appelsínugult belti (8geup). Sjö krakkar tóku blátt belti (6geup) og einn úr fullorðinn tók blátt belti með rauðri rönd (5geup).
www.keflavik.is