Blikar engin fyrirstaða
Keflvíkingar í undanúrslit bikarsins
Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í átta liða úrslitum. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en eftir það tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum. Munurinn varð að lokum 35 stig, lokatölur 87-52. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í heimaliðinu en hún skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Carmen Tyson-Thomas kom henni næst með 20 stig og 12 fráköst.
Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)