Íþróttir

Blikar engin fyrirstaða
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 10:06

Blikar engin fyrirstaða

Keflvíkingar í undanúrslit bikarsins

Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í átta liða úrslitum. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en eftir það tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum. Munurinn varð að lokum 35 stig, lokatölur 87-52. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í heimaliðinu en hún skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Carmen Tyson-Thomas kom henni næst með 20 stig og 12 fráköst.

Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 23/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 20/12 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Elfa Falsdottir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.