Eitt gull og sjö silfur á Meistaramóti Reykjavíkur

Keflavík keppti í B-flokki í einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Samtals unnu þau eitt gull og sjö silfur fyrir sitt félag sem er frábær árangur.Sigurður Þorsteinsson fékk gull í einliðaleik og silfur í tvíliðaleik ásamt Ólafi Jóni Jónsyni. Ingunn Gunnlaugsdóttir fékk silfur í einliðaleik og silfur í tvíliðaleik ásamt Þorgerði Jóhannsdóttur. Þorgerður Jóhannsdóttir og Ólafur Jón Jónsson fengu svo silfur í tvenndarleik. Um næstu helgi 6.-7.apríl verður Meistaramót Íslands og verða þá heldur fleiri þátttakendur frá Badmintondeild Keflavíkur.