Íþróttir

Erla Dögg setti Íslandsmet í stúlknaflokki
Mánudagur 18. október 2004 kl. 15:45

Erla Dögg setti Íslandsmet í stúlknaflokki

Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB setti Íslandsmet í stúlknaflokki í 400m fjórsundi á sundmóti Ægis um helgina. Erla Dögg synti á tímanum 4,57,47 sem er frábær tími og bæting á gildandi Íslandsmeti Láru Hrundar Bjargardóttur úr SH í stúlknaflokki um rúmlega 3 sek. Gamla metið 5,00,66 var frá árinu 1998.

Erla Dögg hlaut VÍS-bikarinn að launum fyrir afrek sín, en Jakob Jóhann Sveinsson fékk bikarinn í karlaflokki. 

Árangur ÍRB á mótinu var annars ágætur og lentu þau í öðru sæti í stigakeppninni á eftir mótshöldurum Ægis. Þau unnu til 23 gullverðlauna, 19 silfurverðlauna og 19 bronsverðlauna.
Myndin er úr safni