Eyrún í Grafarvoginn
Njarðvíkingurinn Eyrún Líf Sigurðardóttir mun leika með Fjölni í Domino´s deild kvenna í körfubolta en hún sagði skilið við Njarðvíkinga á dögunum.
Eyrún og Ína María Einarsdóttir yfirgáfu báðar herbúðir Njarðvíkinga á dögunum en þær stunda báðar nám í höfuðborginni þar sem þær eru búsettar. Fregnir herma að Ína María sé gengin til liðs við KR-inga en það hefur ekki fengist staðfest.