Íþróttir

Fimleika- og körfuknattleiksdeildir Keflavíkur fengu styrk
Fimmtudagur 8. mars 2018 kl. 12:14

Fimleika- og körfuknattleiksdeildir Keflavíkur fengu styrk

Bílaumboðið Askja og K.Steinarsson, í samvinnu við bílaleiguna Blue Car Rental afhentu nýlega tveimur íþróttafélögum í Reykjanesbæ styrk.
Um var að ræða áheit vegna samstarfs fyrirtækjanna. Bílaumboðið Askja selur og flytur inn Kia bifreiðar til Íslands, en K.Steinarsson er umboðsaðili Kia í Reykjanesbæ.

Blue Car Rental hefur í mörg ár verið viðskiptavinur Öskju og K. Steinarsson og hefur nýlega endurnýjað samning við fyrirtækin um bílakaup.

Af þessu tilefni var ákveðið að styrkja tvö íþróttafélög í Reykjanesbæ, sem Blue Car Rental valdi. Fimleikadeild Keflavíkur og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur urðu fyrir valinu, með áherslu á kvennastarfið. Kjartan Steinarsson frá K.Steinarsssyni, Jón Trausti Ólafsson frá Öskju og Magnús Þorsteinsson frá Blue Car Rental afhentu styrkina sl. föstudag en hvor um sig var að upphæð 500.000 krónur.