Heklan
Heklan

Íþróttir

Fjör í Tævan hjá Keflvíkingum
Sunnudagur 23. mars 2014 kl. 09:48

Fjör í Tævan hjá Keflvíkingum

Keppa á heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo

Keflvísku teakwndokapparnir Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen eru stödd í Tævan þessa dagana þar sem þau keppa á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika æskunnar og á heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo.

Þeir Karel og Sverrir kepptu á föstudaginn á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika æskunnar en þeir komust því miður ekki áfram. Hér að neðan má sjá myndband frá bardögunum ásamt ferðalaginu í framandi landi, en það er augljóst að Keflvíkingarnir skemmta sér vel í ferðinni. Einng má sjá viðtöl við keppendurna.

Þjálfarinn Helgi Rafn Guðmundsson segir að krakkarnir séu öll búin að bæta sig og efla síðan þau komu til Tævan enda mikil reynsla að fara á stærstu mót heims og sjá þúsundir frábærra íþróttamanna frá tæplega 130 löndum æfa. Hópurinn er í íþróttaþorpi þar sem þau æfa og undirbúa sig fyrir mótið sem haldið er í einni flottustu íþróttahöll heims.