Flugger
Flugger

Íþróttir

Friðrik Ingi hættir hjá KKÍ
Friðrik (t.h.) var um tíma aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundar hjá landsliði Íslands. Hann var einnig þjálfari landsliðsins um tíma. [email protected]
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 12:16

Friðrik Ingi hættir hjá KKÍ

Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands hættir störfum núna um mánaðamótin en KKÍ sendi í dag frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Vegna hagræðingar á rekstri KKÍ hefur stjórnin ákveðið að Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ láti af stöfum hjá sambandinu nú um mánaðarmótin. Stjórn KKÍ þakkar Friðriki Inga gott starf fyrir KKÍ og körfuknattleikshreyfinguna  í störfum sínum sem framkvæmdastjóri og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Friðrik hefur gengt starfi framkvæmdastjóra KKÍ frá árinu 2006. Áður átti Friðrik farsælan feril sem þjálfari Njarðvíkinga, KR-inga og Grindvíkinga þar sem hann vann til þriggja Íslandsmeistaratitla, tveir þeirra komu með Njarðvík (91' og 98) og einn með Grindvíkingum (96'). Friðrik þjálfaði einnig landsliðið um tíma.