Íþróttir

Góðir Keflvíkingar skiluðu stigi gegn KR
Guðmundur Steinarsson skorar jöfnunarmark Keflavíkur í leiknum gegn KR á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 12. júlí 2012 kl. 22:44

Góðir Keflvíkingar skiluðu stigi gegn KR

Keflvíkingar voru sannfærandi í leik sínum gegn KR í fyrsta leik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld í fallegu veðri. Keflvíkingar voru góðir í leiknum og spiluðu fínan fótbolta.

Það kom í hlut gestanna að skora fyrsta markið en það gerði Emil Atlason fyrir KR á 57. mínútu. Keflvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og það tók aðeins sex mínútur að jafna leikinn. Guðmundur Steinarsson enn og aftur á markaskónum gegn Vesturbæjarliðinu og þrumaði knettinum í netið framhjá Hannesi Þór Halldórssyni markverði KR. Guðmundur hafði fengið boltann eftir að Arnór Yngvi Traustason hafði skotið í einn leikmann KR en þaðan barst boltinn til Guðmundar vinstra megin í teignum sem þrumaði á nærstöngina eins og sjá má í ljósmyndinni hér efst í fréttinni. Liðin skildu jöfn 1-1.

Viðreisn
Viðreisn

Eftir leikinn í kvöld er Keflavík komið í 4. sæti deildarinnar með 15 stig.

HÉR ER MYNDASAFN ÚR LEIKNUM