Íþróttir

Goshlaupið í Grindavík
Hlaupið verður um gosstöðvarnar. Mynd: Facebook-síða Reykjanes Volcano Ultra
Fimmtudagur 30. júní 2022 kl. 12:38

Goshlaupið í Grindavík

Goshlaupið í Grindavík fer fram á laugardagskvöldið 2. júlí – skemmtilegt náttúruhlaup um Reykjanes.

Hægt er að skrá sig í skemmtilegar hlaupaleiðir 10km, 30km og 50km í Reykjanes Volcano Ultra. Skráning á hlaup.is eða í Salthúsinu allt að hálftíma fyrir hlaupin. 50km hefjast kl 18:00, 30km hefjast kl. 20:00 og 10km kl. 23:00 fyrir utan Salthúsið Grindavík, sem verður opið fram yfir miðnætti og með í boði girnilega hamborgara, fisk & franskar, steikarsamloku, auðvitað kaldan á krana og fleira. 

Stefnt er á að vera með afslappað andrúmsloft, njóta frekar heldur en þjóta því það er góð upplifun að hlaupa á Reykjanesinu, upp Langahrygg og virða fyrir sér eldfjallið og hraunið, Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið, framhjá Gálgaklettum ofl.

Að hlaupa að kvöldi og nóttu til í bjartri sumarnóttinni er einstök upplifun. Verðurspáin laugardagskvöld er sól, 8° hiti og létt gjóla. Fullkomið náttúruhlaupaveður.


Nánari upplýsingar:
www.facebook.com/Reykjanes-Volcano-Ultra-105479148460480

Skráning og upplýsingar á hlaup.is