Grindavík rétt marði Þróttara
- hátt í 500 manns sáu nágrannaslaginn
Sögulegum bikarleik Grindavíkur og Þróttar lauk með 1-0 sigri heimamanna í Grindavík. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun og mættu 480 manns á völlinn, þar af fjölmargir stuðningsmenn Þróttar sem létu vel í sér heyra allan leikinn.
Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu fleiri færi en gestirnir sem þó náðu að skapa sér eitt og eitt færi sem með smá heppni hefði getað valdið Grindvíkingum töluverðum óþægindum.
Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn en á 82. mínútu skoruðu heimamenn sigurmarkið þegar Óli Baldur Bjarnason fylgdi eftir skoti Magnúsar Björgvinssonar sem Friðrik Valdimar í marki Þróttar hafði varið úti í teiginn.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Grindvíkingar sluppu því með skrekkinn og eru komnir áfran í næstu umferð Borgunarbikarsins.
Bæjarstjórarnir Róbert Ragnarsson og Ásgeir Eiríksson brúka hnefana fyrir leik