Íþróttir

Grindavík vann Víking Ó.
Mánudagur 27. febrúar 2006 kl. 16:12

Grindavík vann Víking Ó.

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Víkingi frá Ólafsfirði í Deildarbikar karla í knattspyrnu um helgina. Lokatölur voru 3-0 fyrir Grindvíkinga þar sem Björn Bergmann Villhjálmsson, Alexander Þórarinsson og Eyþór Atli Einarsson skoruðu mörkin.

Þetta var annar leikur Grindvíkinga í keppninni, en þeir töpuðu fyrsta leiknum gegn Fjölni, 2-0.

Mynd úr safni VF. Eyþór Atli í leik gegn Val í sumar.