Grindavíkurstúlkur í Árbæinn
Grindavíkurstelpur mæta Fylki á Árbæjarvelli kl. 19:15 í kvöld í Pepsídeild kvenna í knattspyrnu. Þetta verður hörku leikur, Grindavík er í 7. sæti með 11 stig en Fylkir í því áttunda með 10. Grindavík hefur komið allra liða mest á óvart með frábærri frammistöðu en Fylkir er það lið sem valdið hefur mestum vonbrigðum.
Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Árbæjarvöll og hvetja stelpurnar til dáða, segir á heimasíðu Grindavíkur og ástæða til að taka undir þau orð.