Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í úrslitakeppni í sögulegum leik
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 21:09

Grindvíkingar í úrslitakeppni í sögulegum leik

- Keflvíkingar aldrei endað neðar

Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld síðasta sætið í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum eftir 77:84 sigur á grönnum sínum úr Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið. Þær munu mæta Haukum í undanúrslitum. Mun þetta vera í fyrsta skipti síðan úrslitakeppni kvenna hófst árið 1993 sem Keflavík er ekki með þar. Þær hafa hingað til aldrei endað neðar en í þriðja sæti deildarkeppninnar.

Whitney Michelle Frazier fór á kostum hjá Grindvíkingum, skoraði 36 stig og tók 12 fráköst. WNBA leikmaður Keflvíkinga Monica Wright skoraði 29 stig í kvöld.

SSS
SSS

Myndasafn frá leiknum

Keflavík-Grindavík 77-84 (19-24, 17-21, 24-16, 17-23)
Keflavík: Monica Wright 29/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/13 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/12 fráköst/3 varin skot, Melissa Zornig 2, Elfa Falsdottir 1, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 36/12 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.