Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

  • Grindvíkingar steinlágu heima
  • Grindvíkingar steinlágu heima
Sunnudagur 14. maí 2017 kl. 22:53

Grindvíkingar steinlágu heima

– með 4 stig og í 6. sæti eftir þrjár umferðir

Grindvíkingar steinlágu á heimavelli í kvöld gegn Víkingum Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Gestirnir fóru með þau þrjú stig sem voru í boði eftir 3:1 sigri.  Það voru Guðmund­ur Steinn Haf­steins­son, Ken­an Turudija og Þor­steinn Már Ragn­ars­son sem skoruðu mörk Vík­ings í leikn­um. Juan Manu­el Ort­iz skoraði fyr­ir Grinda­vík.
 
Það var markalaust í hálfleik en gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik með því að skota tvö mörk, bæði úr hornspyrnum.
 
Þegar rétt um tíu mínútur lifðu af leiknum bættu gestirnir við þriðja markinu. Heimamenn klóruðu svo í bakkann í uppbótartíma en 3:1 tap varð raunin.
 
Grindvíkingar eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru í 6. sæti Pepsi-deildar karla. Þeir mæta næst Skagamönnum á Akranesi þann 22. maí nk.
 
Myndirnar úr leiknum tók Hilmar Bragi.

 

Grindavík - Víkingur Ó (1:3)