Viðreisn
Viðreisn

Íþróttir

Gunnar er fyrsti Þróttarinn sem nær 100 leikjum
Páll Guðmundsson, Friðrik V. Árnason, Gunnar Helgason og Haukur Hinriksson.
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 10:44

Gunnar er fyrsti Þróttarinn sem nær 100 leikjum

Gunnar Helgason, fyr­irliði Þróttar Vogum á sínum tíma, varð á dögunum fyrsti leikmaður fé­lags­ins til að spila 100 leiki með meistaraflokki félagsins í knatt­spyrnu. Áfanganum náði Gunnar þegar hann lék með Þrótturum gegn Mána á Höfn í Hornafirði.

Gunnar, sem er 41 árs gam­all varn­ar­maður, spilaði fyrsta leikinn á ferlinum gegn KR-U23 í bikarnum árið 1998. Eru þetta skráðir leikir í þriðju og fjórðu deild, en einnig í bikarkeppni KSÍ.

SSS
SSS

Gunnar spilaði í 3. deildinni með Þrótti árin 1999 og 2000. Hann kom til baka frá Víði árið 2007 og tók þátt í að endurvekja meistaraflokk félagsins og hefur tekið virkan þátt í því uppbyggingarstarfi síðan.