Íþróttir

Halldór keppti á HM í kraftlyftingum
Þriðjudagur 11. júní 2019 kl. 13:25

Halldór keppti á HM í kraftlyftingum

Halldór Jens Vilhjálmsson, kraftlyftingamaður úr félaginu Massa í Njarðvík keppti á Heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum sem fór fram í Helsingborg, Svíþjóð um síðustu helgi. Hann keppti fyrir Íslands hönd í -105 kg. flokki unglinga og lyfti 235 kg. í hnébeygju, 147,5 kg. í bekkpressu og 240 kg. í réttstöðulyftu, 622,5 kg. samanlagt og 13. sæti í flokknum.

Halldór ætlaði sér að ná stærri markmiðum á mótinu en því miður tókst það ekki núna. Þetta var fyrsta mótið hans erlendis, heimsmeistaramót og keppnin mjög hörð.

Halldór mun nú undirbúa si  fyrir Evrópumeistaramót í bekkpressu sem verður haldið í Lúxemborg þann 7. ágúst nk. segir í tilkynningu frá Massa.