Haukar sigruðu Keflavík
Keflavíkurkonur töpuðu nokkuð stórt gegn Haukum í gær, 66-48. Þetta var fyrsti ósigur Keflavíkur á tímabilinu.
Haukar leiddu allan leikinn og í hálfleik var staðan 34-28 Haukum í vil. Að þriðja leikhluta loknum var staðan 47-40 og í lokaleikhlutanum sigu Haukar langt fram úr Keflavík og höluðu inn 18 stiga sigri gegn Íslandsmeisturunum.
Helena Sverrisdóttir átti stórleik í gær í liði Hauka, gerði 22 stig og tók 16 fráköst. Reshea Bristol var atkvæðamest hjá Keflavík með 14 stig og 14 fráköst. Bristol var eini leikmaður Keflavíkur sem gerði meira en 10 stig í leiknum.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/ frá viðureign liðanna á síðustu leiktíð