Íþróttir

Hogg og Bergþór áfram hjá Njarðvík
Laugardagur 31. október 2020 kl. 07:57

Hogg og Bergþór áfram hjá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa samið við Kenneth Hogg og Bergþór Ingi Smárason um framlengingu á veru sinni hjá félaginu næsta árið. 

Kenny er skoskur sóknarmaður en hann hefur skorað þrettán mörk í 2. deildinni í sumar og er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Þessi 29 ára gamli leikmaður kom til Njarðvíkinga um mitt tímabil árið 2017.

Bergþór Ingi er kantmaður sem hefur skorað fjögur mörk í 2. deildinni í sumar. „Bergþór hefur spilað 154 leiki fyrir UMFN og sannarlega einn af okkar lykilmönnum, eru því þetta mikil gleðitíðindi,” segir á Instagram síðu Njarðvíkinga. Njarðvík er í 4. sæti í 2. deildinni og á ennþá möguleika á að fara upp um deild þegar tvær umferðir eru eftir.