Hörkuleikir í KB-bankamótinu

Keppt var í fjórum deildum og voru sigurvegarar deildanna sem hér segir:
Argentínska deildin: Keflavík
Brasilíska deildin: Keflavík
Chile deildin: ÍA
Danska deildin: Þróttur
Það má með sanni segja að krakkarnir hafi verið á skotskónum á mótinu því þar voru skoruð 215 mörk í 60 leikjum sem gerir að meðaltali 3,58 mörk í leik!
Mótshaldið gekk mjög vel fyrir sig og fóru krakkarnir ánægð og þreytt heim eftir vasklega framgöngu dagsins.