Heklan
Heklan

Íþróttir

Hvernig eru viðbrögð hjá taekwondo iðkendum?
Fimmtudagur 24. júlí 2014 kl. 10:17

Hvernig eru viðbrögð hjá taekwondo iðkendum?

Myndband

Í síðustu viku tók hópur ungra og efnilegra taekwondo iðkenda hjá Keflavík þátt í tilraun um viðbragðshraða. Rannsóknin var gerð á vinnutíma hjá efnilegum taekwondoiðkendum sem vinna að útbreiðslu, þekkingu, kennslu og viðhald æfingahúsnæðis fyrir taekwondoíþróttina á Suðurnesjunum.

Iðkendurnir lærðu m.a. rannsóknaraðferð og framkvæmdu svo tilraunina. Þetta er bara eitt verkefni af ótal verkefnum sem taekwondo fólk hefur unnið að í sumar. Með þessu vilja þjálfarar kenna krökkunum betur á íþróttina, heilbrigt líferni, þjálfun, samskipti og aðra færni til að geta betur tekist á við lífið. Meðfylgjandi er myndband þar sem iðkendur fara yfir tilraunirnar og kynna niðurstöður.