Íris Edda í víking
Íris Edda Heimisdóttir, sundkona úr ÍRB, hélt utan í gærmorgun til keppni á sterku móti í Hollandi, svonefndu Amsterdam Cup.
Hún fór í samfloti með Skagamönnunum Eyleifi og Kolbrúnu Ýr og mun keppa í 200m bringusundi á fimmtudaginn, 50m bringusundi á föstudaginn, 100m bringusundi á laugardaginn og 100m skriðsundi á sunnudaginn. Mót þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana í sumar.
Gaman verður að fylgjast með Írisi í keppni við þá bestu, því þarna verður margt um góða sundmenn víðsvegar að úr heiminum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mótið á slóðinni, www.tza.info/asc2004