Íslandsmót í Keflavík

Gert er ráð fyrir að brautin liggi rétt utan við bæinn og því auðvelt að fylgjast með siglingamótinu. Í dag fara fram tvær umferðir sem hefjast kl. 14:30 og á morgun fara fram þrjár umferðir sem hefjast kl. 11:00. Verðlaunaafhending fer fram á Kaffi Duus milli kl. 17-19 á laugardag. Þegar ljósmyndari leit við í smábátahöfnina voru keppendur og aðstandendur í óðaönn að gera klárt fyrir mótið. Íslandsmeistara frá því í fyrra frá Hafnarfirði voru á fullu að þrífa kjöl skútunnar en þeir stefna að því að verja titilinn. Í hádeginu verður haldinn skipstjórafundur þar sem keppendur fá að vita um leiðina sem á að sigla.