Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Íþróttir

  • Íþróttaárið 2014: Norðurlandamót í kraftlyftingum stóð upp úr
  • Íþróttaárið 2014: Norðurlandamót í kraftlyftingum stóð upp úr
    Andri Þór Guðjónsson.
Föstudagur 2. janúar 2015 kl. 13:40

Íþróttaárið 2014: Norðurlandamót í kraftlyftingum stóð upp úr

Andri Þór Guðjónsson crossfit-kappi gerir upp sportárið

Andri Þór Guðjónsson Crossfit-kappi segir Norðurlandamótið í kraftlyftingum, sem haldið var í Njarðvík á árinu, hafa verið hápunkt ársins þegar kemur að íþróttum. Hvað varðar vonbrigði þá nefnir hann helst þá staðreynd að Víðismenn komust ekki upp um deild í fótboltanum.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?

SSS
SSS

Norðurlandamótið í kraftlyftingum var klárlega sá viðburður sem stóð upp úr á árinu fyrir Suðurnesin.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?

Það eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði að Víðir Garði fór ekki upp um deild í ár í fótboltanum. En þeir fara upp að ári.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?

Fyrir mitt leyti er það klárlega Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir en á þessu ári hefur hún komið sér í landsliðið í Ólympískum lyftingum, fékk brons á Norðurlandamótinu í Noregi ásamt því að setja sex Íslandsmet á árinu í greininni. Þá á eftir að nefna Crossfit mótin sem hún hefur keppt á en það er hennar aðalgrein, en hún sigraði sterk mót í Frakklandi og Ítalíu á árinu ásamt því að ná góðum árangri í mörgum öðrum erlendum Crossfit mótum.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?

Mér hefur fundist taekwondo deildin verið að koma sterk inn en maður hefur verið að sjá fréttir af góðum árangri þaðan.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?

Ég trúi ekki öðru en að þau muni halda áfram að gera það gott og skili nokkrum titlum hingað heim.