Heklan
Heklan

Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Stærsta lyftingamót Íslandssögunnar markverðast á árinu
Sindri vann til verðlauna á mótinu sem haldið var á hans heimavelli. Mynd/Eyþór Sæm.
Þriðjudagur 6. janúar 2015 kl. 06:19

Íþróttaárið 2014: Stærsta lyftingamót Íslandssögunnar markverðast á árinu

Sindri Freyr Arnarson fer yfir íþróttaárið 2014

Kraftlyftingakappinn Sindri Freyr Arnarson átti góðu gengi að fagna á árinu 2014. Að hans mati var Norðurlandamót í kraftlyftingum, sem haldið var í Njarðvík, það eftirminnilegasta sem gerðist í heimi íþróttanna á Suðurnesjum á árinu. Að hans mati eru fjölmargar greinar að gera góða hluti, þá sérstaklega þær sem ekki flokkast undir svokallaðar boltaíþróttir.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Norðurlandamót í kraftlyftingum sem var haldið í Njarðvík. Þetta var stærsta mót sem hefur verið haldið á Íslandi í kraftlyftingum. Það er gaman að sjá árangurinn nú í ár jafnt og í fyrra hjá öllum íþróttadeildum.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Einu vonbrigðin sem ég varð sérstaklega fyrir er að hafa misst gripið þegar ég reyndi við 220,5kg í réttstöðu sem hefði gefið mér íslandsmet í -74kg opnum flokki. En eins og Stefán Spjóti segir „hvað er að þegar ekkert er að.“

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Emil R. Ægisson fóru á Norðurlandamót í lyftingum. Emil sló íslandsmet í snörun með 107kg og Sara náði 3.s æti í sterkum flokki og hún er einnig á heimsmælikvarða í Crossfit.
Ástrós Brynjarsdottir í Taekwondo, Sóley Þrastardóttir í Júdó.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Kraftlyftingar, júdó, ólympískar lyftingar, taekwondo og sundið. Innan þessara deilda er íþróttafólk sem gerði góða hluti á Norðurlanda- og Íslandsmeistaramótum.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Það verður mikið að gera hjá okkur í kraftlyftingunum og mörg mót framundan. Ég er sjálfur byrjaður í fullum undirbúningi fyrir árið 2015. Ég held að júdó- og taekwondodeildin sé einnig rétt að byrja með góðan árangur og það verða eflaust bætingar þar jafnt og í öllum öðrum íþróttagreinum.