Íþróttir

Ivey til Þýskalands
Fimmtudagur 19. júlí 2007 kl. 15:40

Ivey til Þýskalands

Bakvörðurinn Jeb Ivey sem síðustu tvö leiktímabil lék með Njarðvíkingum í Iceland Express deildinni í körfubolta er kominn til liðs við þýska liðið Goettingen í Bundesligunni.

 

Ivey var einn af lykilleikmönnum Njarðvíkinga síðustu tvö ár og verður skarð hans vandfyllt. Goettingen eru nýliðar í þýsku deildinni en víst er að Ivey á eftir að standa sig vel ytra enda vinnusamur leikmaður.

 

www.umfn.is