Jóhann framlengir hjá GAIS
Knattspyrnumaðurinn Jóhann B Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við sænska úrvalsdeildarliðið GAIS til tveggja ára að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Jóhann, sem lék með Keflavík áður en hann hélt utan í atvinnumennskuna, hefur verið í GAIS í eitt ár og stóð sig vel með liðinu sem lenti í 10. sæti. Sá árangur var framar spám en Jóhann lenti í meiðslum undir lok tímabils.
Hann hefur þó náð sér af meiðslunum og er óðum að ná sér.