Heklan
Heklan

Íþróttir

Mánudagur 5. janúar 2009 kl. 11:19

Jón Steinar Taekwondo maður ársins

Jón Steinar Brynjarsson hefur verið útnefndur Taekwondo maður ársins 2008 hjá Taekwondo-deild Keflavíkur. Hann hefur verið ósigraður í sínum flokki í næstum 2 ár, og segir það margt um getu hans í íþróttinni. Hann er einnig góður í keppni í formum og á nokkur verðlaunasæti í þeirri grein. Auk þess hefur Jón Steinar verið fyrirliði keppnishóps Keflavíkur frá stofnun og staðið sig þar með stakri prýði. Jón Steinar er góð fyrirmynd allra nemenda í Keflavík og hikar ekki við að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð. Hann er einn af efnilegustu keppendum landsins og munum við eflaust sjá meira af honum á komandi árum, að því er fram kemur á heimasíðu ÍBK.