Íþróttir

Jósef Íslandsmeistari í Boccia
Miðvikudagur 7. nóvember 2007 kl. 14:38

Jósef Íslandsmeistari í Boccia

Íþróttafélagið Nes gerði góða för norður á Akureyri þar sem var haldið Íslandsmót í Boccia í einstaklingskeppni. Fóru 21 keppandi frá Nesi fimmtudagskvöldið 1. nóvember þar sem keppni hófst föstudaginn 2. nóvember. 

 

Fjórir keppendur kepptu til úrslita á laugardaginn og komust tveir keppendur á verðlaunapall. Jósef Daníelsson varð Íslandsmeistari í 6.deild og lenti Árni Ragnarsson í 3. sæti í 3. deild. Skemmtu allir keppendur sér svo vel á lokahófinu laugardagskvöldið og héldu þreyttir en sælir heim á sunnudag.

 

Mynd: NES - Jósef Íslandsmeistari og Árni bronsverðlaunahafi.