Júdó: 65 ára aldursmunur á keppendum
Fyrsta „Njarðvík Open“ júdómótið var haldið dagana 12. til 13. desember sl. Þetta er Júdómót þar sem 50 keppendur á öllum aldri etja kappi. Yngsti keppandi mótsins var Sigmundur Þengill Þrastarson, aðeins 4ja ára, og sá elsti var Gunnar Örn Guðmundsson, en hann er 69 ára apríl næstkomandi. Gunnar á fjögur barnabörn í júdódeildinni og er faðir þjálfarans, Guðmundar Stefáns.
Mótið gekk vel og greinilegt að mikið er af efni hér á Suðurnesjum. Í flokki 11 - 13 ára -60kg sigraði Ingólfur Rögnvaldsson. Aron Viðar Atlason varð í öðru og Gunnlaugur Björn Guðmundsson varð í því þriðja.
Í sama aldursflokki en í -71kg flokki sigraði Hafþór Árni Hermannsson. Í öðru sæti var Eyþór Atli Einarsson og í þriðja sæti varð Grétar Ingi Þorbjörnsson.
Í öflugasta flokknum í þessum aldursflokki eða í +70kg sigraði Gísli Freyr Björnsson í öðru sæti varð Guðbrandur Helgi Jónsson og hnífjafnir í þriðja sæti urðu þeir Ævar Týr, Alexander Eiríksson og Guðjón Örn Karlsson.
Í flokki 14 - 15ára sigraði Bjarni Darri Sigfússon, Karel Bergmann var í öðru sæti og Bjarni Júlíus Jónsson krækti í það þriðja.
Í opnum flokki kvenna sigraði Sóley Þrastardóttir og Björg Ásta var í öðru sæti.
Í opnum flokki karla sigraði Helgi Rafn Guðmundsson. Í öðru sæti varð síðan léttasti og yngsti keppandi mótsins Bjarni Darri Sigfússon og í þriðja sæti varð Birkir Freyr Guðbjartsson.
Í þungavigt sigraði Gunnar Gústav Logason. Sæþór Berg Sturluson hreppti annað sætið og Birkir Freyr Guðbjartsson var í því þriðja.
Glíma mótsins var æsispennandi viðureign bræðranna Guðjóns Odds Kristjánssonar og Eyþórs Lúðvíks Kristjánssonar sem endaði þannig að Guðjón kreisti fram sigur að lokum.
Tilþrif mótsins komu svo í glímu Gunnars Gústafs og Bjarna Darra Sigfússonar í opnum flokki þar sem Bjarni Darri sigraði á með því að þvinga Gunnar til uppgjafar.