Keflavík bikarmeistari 2006
Keflvíkingar eru bikarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Baldur Sigurðsson og Guðjón Árni Antoníusson gerðu mörk Keflavíkur í fyrri hálfleik en ekkert mark var skorað í þeim síðari.
Þetta var fjórði bikarmeistaratitill Keflavíkur í sögu félagsins og níundi bikarúrslitaleikurinn.
Nánar síðar...
VF-mynd/ [email protected]