Keflavík heldur 4. sætinu þrátt fyrir tap
Keflavík tapaði fyrir toppliði Selfoss 1:0 í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Magdalena Anna Reimus skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Keflavík heldur 4. sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið.