Íþróttir

Keflavík í undanúrslit
Miðvikudagur 26. september 2007 kl. 23:21

Keflavík í undanúrslit

Keflavík hafði öruggan 108-66 sigur á KR í Poweradebikarkeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Sláturhúsinu í Keflavík. Þá er orðið ljóst hvaða lið munu leika til undanúrslita á föstudag.

 

TaKesha Watson var atkvæðamest í liði Keflavíkur í kvöld með 28 stig og 9 fráköst en Hildur Sigurðardóttir gerði 22 stig fyrir KR.

 

Á föstudag fara svo undanúrslitin fram í Poweradekeppni kvenna þar sem Keflavík mætir Grindavík kl. 21:00 í Laugardalshöll en í hinum leiknum mætast Haukar og Valur. Leikur Hauka og Vals hefst kl. 19:00.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-Mynd/ Úr safni - TaKesha Watson á fleygiferð með Keflavík á síðustu leiktíð.