Sunnudagur 9. janúar 2005 kl. 22:59
Keflavík og Grindavík í undanúrslit kvenna

Keflavík og Grindavík komust í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfuknattleik með því að leggja andstæðinga sína að velli í kvöld. Keflavík vann ÍS á heimavelli sínum 75-59 og Grindavík vann Breiðablik 81-55. Njarðvík tapaði fyrir Haukum 70-69 að Ásvöllum.