Íþróttir

Keflavík sektað um 10 þúsund
Miðvikudagur 21. júní 2006 kl. 16:53

Keflavík sektað um 10 þúsund

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara liðsins, eftir 0-1 tapleik gegn ÍA á dögunum.

KSÍ hefur ávítað Kristján en knattspyrnudeildin þarf að greiða sektina en upp úr sauð í leik Keflavíur og ÍA með þeim afleiðingum að Guðmundi Mete og Kristjáni Guðmundssyni var vikið af leikvelli en þeir hafa báðir tekið út sitt leikbann.