HS Orka
HS Orka

Íþróttir

Keflvíkingar bikarmeistarar 2013
Laugardagur 16. febrúar 2013 kl. 13:26

Keflvíkingar bikarmeistarar 2013

Unnu Val 68-60 í Laugardalshöll

 

 

Keflvíkingar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta árið 2013. Þær unnu 68-60 sigur á Valsstúlkum eftir æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu stundu. Þrátt fyrir spennu í lokin þá voru Keflvíkingar yfir allt frá upphafi leiks og náðu þær á tímabili 20 stiga forystu. Valsstúlkur komu sterkar til leiks í þriðja leikhluta og söxuðu niður forskotið.

Pálína Gunnlaugsdóttir var kjörin leikmaður leiksins en hún skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.

Gangur leiks: Keflavík-Valur 68-60 (19-8, 19-9, 11-30, 19-13)

Tölfræði leiks:

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/18 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 9/10 fráköst/11 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elínora Guðlaug  Einarsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Valur: Hallveig Jónsdóttir 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 5/15 fráköst/6 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0.

Jessica Jenkins er búinn að leika vel.

Sara Rún er ekki lengur efnileg. Hún er ein af öflugustu leikmönnum deildarinnar.