Keflvíkingar klárir í slaginn
Næstu helgi, þann 16. mars, verður Íslandsmótið í taekwondo. Keflvíkingar hafa unnið þetta mót þrjú ár í röð og stefna nú að því að halda titlinum. Þetta verður erfiðasta og stærsta mótið til þessa, en hátt í 120 keppendur verða á mótinu.
Keflvíkingar verða með 31 keppanda sem hafa æft í marga mánuði fyrir þetta mót. Meðal þeirra er taekwondo-fólk ársins 2012, Kristmundur Gíslason og Ástrós Brynjarsdóttir og nýkrýndur íþróttamaður Sandgerðis, Sverrir Örvar Elefsen.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hluta af æfingu sem var á síðasta miðvikudag þegar "ófærðin" var, en stór hluti liðsins var þó mættur til að taka á því þennan dag.