Kolbrún formaður TKÍ
Suðurnesjakona stýrir taekwondo sambandi Íslands.
Ný stjórn taekwondo sambands Íslands (TKÍ) var valin á ársþingi í húsnæði ÍSI í fyrradag. Formaður síðustu ára, Richard Már Jónsson, gaf ekki kost á sér áfram, en Kolbrún Guðjónsdóttir úr Keflavík bauð sig fram og var framboð hennar samþykkt samhljóða. Kolbrún er með svart belti í taekwondo, hefur verið stjórnamaður í Keflavík, TKÍ og stofnaði foreldrafélagið hjá deildinni í Keflavík.
Kolbrún hefur verið gífurlega virk í skipulagi móta og viðburða sem og dyggur stuðningsmaður íslenskra keppenda í taekwondoíþróttinni. Síðan var kosið í stjórn og varastjórn sambandsins og nú sitja í stjórn sambandsins. Á þinginu var einnig farið var yfir viðburðarríkt ár í taekwondo íþróttinni á Íslandi þar sem Keflavík sigraði flesta mögulega sigra og Ísland sigraði Norðurlandamótið.