Íþróttir

Langur meiðslalisti hjá Grindavík
Fimmtudagur 11. ágúst 2011 kl. 14:00

Langur meiðslalisti hjá Grindavík

Grindavík mætir Keflavík í úrvalsdeild karla í knattspyrnu næsta mánudag á Keflavíkurvelli kl. 19:15.


Óhætt er að segja að meiðslalisti Grindavíkurliðsins fyrir þann leik sé nokkuð langur því 5-6 leikmenn gætu misst af nágrannaslagnum.


Alexander Magnússon, Paul McShane, Óli Baldur Bjarnason og nýi Skotinn Derek Young hafa ekkert æft með liðinu þessa vikuna og allsendis óvíst með þátttöku þeirra í leiknum. Orri Freyr Hjaltalín og Guðmundur Andri Bjarnason hafa einnig glímt við meiðsli en vonir standa til að þeir verði klárir.