Föstudagur 19. maí 2006 kl. 15:40
Léttmeti í Njarðvík

Njarðvíkingar kafsigldu utandeildarlið Kjalnesinga 7-1 í VISA bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli þar sem einstefna var að marki Kjalnesinga.
Mörk Njarðvíkinga gerðu þeir Kristinn Örn Agnarsson 2 mörk, Árni Þór Ármannsson, Mikel Herrero, Sverrir Þór Sverrisson, Magnús Ólafsson og Snorri Már Jónsson.