Litla Ljónið sýnir klærnar
Á næstunni halda þrír keppendur Keflavíkur til Rúmeníu til að keppa á Evrópumóti ungmenna í Taekwondo. Á heimasíðu Keflavíkur má sjá skemmtileg viðtöl sem Rut Sigurðardóttir tók við liðsmenn Keflavík þar sem þau eru spurð spjörunum úr. Hér að neðan má sjá spjall við hinn 12 ára Ágúst Kristinn Eðvarðsson, sem gjarnan er kallaður Litla Ljónið.
Nickname : Litla Ljónið
Aldur: 12
Stutt um árangur í taekwondo?
-Norðurlandamót 2012 – Silfur
Vann gull á öllum bikarmótum vetrarins í bardaga og 2 silfur og eitt gull í tækni.
Fjöldi annarra verðlauna á mótum innanlands
Stefnir á svarta beltið á næstu mánuðum.
Nemandi ársins í Keflavík 2012
Reykjavík International Silfur í bardaga 2013Norðurlandameistari 2013 í bardaga.
Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
-Frá janúar 2008.
Markmið í taekwondo?
-Komast á Ólympíuleikana
Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
-Bardaga æfingar, mót, og fólkið sem ég æfi með.
Uppáhaldsmatur?
-Kjötsúpa, saffran kjúklingur, grjónagrautur og fullt af öðru eiginlega bara allur matur er góður. Sérstaklega það sem pabbi minn gerir.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
-Að keppa í bardaga.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
-Mér finnst ekkert leiðinlegt, nema kannski að skrifa.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
-Weetos
Hver er uppáhaldsofurhetjan þín?
-Iron Man
Ef þú gætir valið þér einn hæfileika, hver væri hann?
-Að geta flogið
Hvað hugsarðu rétt áður en þú keppir?
-Hvað ég ætla að gera í bardaganum.
Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn?
-Servet Tazegul taekwondo Ólympíu og Evrópumeistari frá Tyrklandi.
Hefur taekwondo hjálpað þér eitthvað í lífinu?
-Það hefur hjálpað mér að einbeita mér í skólanum.
Eitt lýsingarorð sem lýsir þér?
-Frábær
Uppáhalds tilvitnun?
-"What doesn't kill you, makes you stronger."