Lokaumferð kvenna í kvöld
Lokaumferð Iceland Express-deildar kvenna fer fram í kvöld. Suðurnesjaliðin verða að sjálfsögðu í eldlínunni og er fólk kvatt til að mæta á vellina.
Nýkrýndir Bikarmeistarar Keflavíkur fá Deildarmeistara Hamars í heimsókn í Toyota-höllina klukkan 19:15.
Njarðvíkurstúlkur mæta Snæfellingum í Ljónagryfjunni klukkan 19:15 sömuleiðis.
Grindvíkingar fara hins vegar til Reykjavíkur og etja kappi við Fjölni og hefst sá leikur einnig 19:15.
Umfjöllun um leikina má svo nálgast hér á vf.is eftir leikina síðar í kvöld.
EJS