Loks sigur hjá Njarðvík
Eftir fjóra tapleiki í röð þurftu Njarðvíkingar svo sannarlega á sigri að halda þegar þeir tóku á móti Hamri í IE-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Ljónagryfunni í gær.
Njarðvíkingar komu kraftmiklir til leiks og höfðu 11 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, 28-17. Hamarsmenn börðust vel og náðu að jafna leika um miðjan annan fjórðung, 26-26. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og lögðu á ráðin sem skilaði sér í góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 51-40, Njarðvík í hag.
Í upphafi fjórða leikhluta hljóp mikil spenna í leikinn þegar Hamarsmenn náðu að jafna, 77-77. Þar var svo undir lokin sem Guðmundur Jónsson setti niður tvær 3ja stiga körfur fyrir Njarðvík og breytti stöðunni í 89-84. Njarðvíkingar náðu að halda forystunni til leiksloka og lokatölur urðu 103-84
Jóhann Árni Ólafsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og hirti sjö fráköst. Kristinn Rúnar Sigurðsson skoraði 19 stig.
---
VFmynd/pket - Jóhann Árni skoraði 21 stig fyrir Njarðvík.