Magnús áfram hjá Keflavík
Magnús Gunnarsson, einn af lykilmönnum meistaraflokks Keflavíkur í körfubolta hefur samið á ný við félagið. Hann skrifaði undir nýjan samning í dag og verður því í herbúðum liðsins þegar nýr bandarískur þjálfari tekur við liðinu síðla sumars.
Magnús Gunnarsson hefur verið ein aðal skytta liðsins í gegnum tíðina og var m.a. valinn í landsliðið fyrir smáþjóðaleikana fyrr í sumar.
Á myndinni handsala Magnús og Sævar Sævarsson frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samninginn.