Íþróttir

Miðvörður til Keflvíkinga
Mynd Keflavík.is. Halldór og Zoran þjálfari Keflvíkinga.
Laugardagur 26. janúar 2013 kl. 15:39

Miðvörður til Keflvíkinga

Knattspyrnumaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson er genginn til liðs við Keflavík í Pepsi-deild karla. Halldór sem er varnarmaður hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflvíkinga.

Halldór Kristinn er 24 ára miðvörður sem hefur leikið með Val undanfarin tvö ár.  Hann kemur upphaflega frá Leikni í Reykjavík þar sem hann lék áður en hann gekk til liðs við Valsmenn. 

Halldór Kristinn á að baki 40 leiki fyrir Val í efstu deild og hefur alls leikið 178 leiki í deild og bikar og skorað fimm mörk.  Auk þess lék hann á sínum tíma með U-17 og U-19 ára landsliðið Íslands.