Vörumiðlun
Vörumiðlun

Íþróttir

Njarðvík setti sópinn á loft
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 6. maí 2024 kl. 21:36

Njarðvík setti sópinn á loft

Grindavík og Njarðvík mættust í kvöld þriðja sinni í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í Smáranum, heimavelli Grindavíkur. Eftir að Grindavík leiddi í hálfleik með 5 stigum, tóku þær grænklæddu völdin í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 69-82 og rimmuna þar með 0-3.

Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta, 18-20 en heimakonur tóku völdin í öðrum, sem þær unnu 23-16 og leiddu því með fimm stigum í hálfleik, 41-36.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sarah Mortensen var komin með tólf stig og Danielle Dodriguez með ellefu hjá Grindavík en stigaskorið var jafnara hjá þeim grænklæddu. Selena Lott og Emilie Hesseldal stigahæstar með níu stig.

Grindavík jók muninn til að byrja meðbí þriðja leikhluta og fór hann mestur upp í 49-41 en þá tóku Njarðvíkurkonur við sér og komust yfir, 53-55 og leiddu svo að fjórðungnum loknum, 56-58.

Njarðvík var þarna komið í bílstjórasætið og þegar munurinn var kominn í níu stig, 61-70, tók Lalli, þjálfari Grindavíkur leikhlé og tæpar sex mínútur eftir af leiknum.

Ekkert gekk áfram að skora hjá gulum, þær grænu að vinna fjórðunginn 6-14 og ljóst að ef undur og stórmerki myndu ekki gerast á síðustu þremur mínútum leiksins, væri grænn sópur að fara á loft.

Ekkert grindvískt kraftaverk og sanngjarn Njarðvíkursigur staðreynd, 69-82 og rimman unnin 3-0.

Selena Lott var atkvæðamest Njarðvíkur með 23 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilie Hasseldal var með flotta tvennu, 13 stig og 16 fráköst. Ísabella Sigurðardóttir sömuleiðis með flotta tvennu, 15 stig og 13 fráköst. Það skemmdi ekki fyrir Njarðvík að fá hina vinnusömu Jönu Falsdóttur aftur til leiks, Njarðvík spilaði best á meðan hennar naut við, unnu þá með 15 stigum.

Hjá Grindavík var Sarah Mortensen stigahæst með 23 stig og tók 8 fráköst. Danille Rodriguez var með 18 stig, hún náði sér ekki á strik í seinni hálfleik og miklu munaði fyrir gular að Eve Braslis sýndi ekki sitt rétta andlit.

Grindavík því komið í sumarfrí og Njarðvíkur bíður sigurvegarans úr rimmu Keflavíkur og Stjörnunnar, þar sem þær keflvísku geta boðið upp á “El classico” með sigri í næsta leik!