Ný stjórn KKDK

Særún Guðjónsdóttir ákvað að taka sér frí frá stjórnarstörfum og vill stjórnin koma á framfæri þakklæti til hennar fyrir það góða starf sem hún hefur unnið fyrir deildina. Ný inn í stjórnina kemur svo Erla Hafsteinsdóttir. Hrannar Hólm og Birgir Már Bragasson koma aftur inn í stjórnina en þeir hafa báðir starfað mikið fyrir deildina í gegnum árin.
Það er mat Keflvíkinga að þessi stjórn sé mjög öflug og í henni býr mjög mikil reynsla. Af nægum verkefnum verður að taka í vetur eins og á síðasta tímabili. Td. lék mfl. karla 45 leiki á síðasta tímabili og eru þar ekki meðtaldir undirbúnings og æfingaleikir. Mfl kvenna lék um 30 leiki á tímabilinu og því mfl. flokkarnir 75 leiki alls.
Stjórn KKDK árið 2006:
Formenn:
Hrannar Hólm
Þórir Smári Birgisson
Varaformenn:
Hermann Helgason
Birgir Már Bragason
Gjaldkeri:
Kristján E. Guðlaugsson
Meðstjórnendur:
Guðsveinn Ólafur Gestsson
Brynjar Hólm
Grétar Ólafsson
Einar Skaftasson
Erla Hafsteinsdóttir
Varamenn:
Jón Ben Einasson
Þorgrímur St. Árnasson
Á vegum deildarinnar eru starfandi ráð og nefndir, en skipan í ráð og nefndir verður formlega afgreitt á fyrsta stjórnarfundi:
Unglingaráð
Kvennaráð
Fjáröflunarráð
Leikjanefnd
Evrópunefnd
Skemmtinefnd