Nýr svartbeltingur til Keflavíkur

Helgi tók mjög gott próf og þótti svara spurningum með eindæmum vel og af miklum þroska. Helgi er mikil fyrirmynd fyrir krakkana sem æfa í Keflavík og reyndar fyrir mun fleiri. Hann hefur staðið sig með prýði í mótum hér og erlendis og ætlar sér stóra hluti, segir í tilkynningu frá Taekwondo-deild Keflavíkur.