Ólafur Örn skorar fyrir Brann
Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrir lið sitt Brann í stórsigri á Lilleström, 6-2, í norsku deildinni í gær.
Þá áttu þeir Haraldur Guðmundsson og Stefán Gíslason einnig góða leiki fyrir sín lið. Haraldur lék allan leikinn fyrir Aalesund í 2-2 jafntefli gegn Molde, en Stefán og félagar hans í Lyn sigruðu Odd Grenland.
Í Svíþjóð lék Hjálmar Jónsson allan leikinn með liði sínu IFK Gautaborg í 0-0 jafntefli við Gautaborg.
Mynd úr safni